Bítl
Ég ólst upp í svíþjóð. Eins og ég man það þá var það ævintýri líkast framanaf, en þegar ég byrjaði í grunnskóla varð það eitthvað erfiðara. Af ýmsum ástæðum kunni ég ekki við mig í kennslustofu. Það voru tvær stofur sem heilluðu mig meira, tónmenntastofan og bókasafnið.
Tónlistarkennarinn í skólanum var efni í heila aðra bloggfærslu.
Ég festi sérstöku ástfóstri við bækur Astrid Lindgren (að sjálfsögðu) og söguheim Narníu, fræðibækur fyrir börn skoruðu líka hátt (minnið mig á að segja einhverntímann söguna af Staten Island).
En það var ein bók sem er mér minnisstæðust, lítil skrudda um bítlana. Varla meira en hundrað blaðsíður. Ég las hana upp til agna, og las hana síðan aftur. Ég var ekkert sérstaklega þjófóttur krakki en ég hafði engin áform um að skila bókinni á bókasafnið. Faldi hana einhversstaðar hjá mér.
Við fluttum til íslands stuttu seinna, og þegar við tókum upp búslóðina fann ég bókina hvergi. Sennilega hefur mamma fundið hana og skilað henni á bókasafnið fyrir mig. Ég var svekktur yfir bókarmissinum í langann tíma.
Síðan þá hef ég haft óseðjandi lyst á bítlalesningu. Ég hef lesið örugglega fleiri þúsund síður um þá, um þarsíðustu jól fór ég létt með 1200 bls bók sem fór um hvern krók og kima sögu þeirra.
Um daginn rakst ég á enn eina bítlaromsuna. Einhver bítlaelskandi ameríkani tók saman og raðaði niður uppáhalds bítlalögunum sínum, frá minnst uppáhalds og upp í mest uppáhalds, og skrifaði stuttann texta með. Mikið af uppáhalds bítlalögunum mínum skora neðarlega hjá honum, og samhengi lagana og textar skipta hann miklu meira máli en góðu hófi gegnir, en það skiptir ekki. Að renna í gegnum þennann texta, og hlusta á lögin í þessarri röð, er búið að vera stórskemmtilegt. Ég er hálfnaður með listann, og er búinn að uppgötva og enduruppgötva helling af lögum.
Ef þið fílið bítlana þá mæli ég með að þið gerið slíkt hið sama:
» JamsBIO: Playing the beatles backwards: the ultimate beatles countdown
Tónlistarkennarinn í skólanum var efni í heila aðra bloggfærslu.
Ég festi sérstöku ástfóstri við bækur Astrid Lindgren (að sjálfsögðu) og söguheim Narníu, fræðibækur fyrir börn skoruðu líka hátt (minnið mig á að segja einhverntímann söguna af Staten Island).
En það var ein bók sem er mér minnisstæðust, lítil skrudda um bítlana. Varla meira en hundrað blaðsíður. Ég las hana upp til agna, og las hana síðan aftur. Ég var ekkert sérstaklega þjófóttur krakki en ég hafði engin áform um að skila bókinni á bókasafnið. Faldi hana einhversstaðar hjá mér.
Við fluttum til íslands stuttu seinna, og þegar við tókum upp búslóðina fann ég bókina hvergi. Sennilega hefur mamma fundið hana og skilað henni á bókasafnið fyrir mig. Ég var svekktur yfir bókarmissinum í langann tíma.
Síðan þá hef ég haft óseðjandi lyst á bítlalesningu. Ég hef lesið örugglega fleiri þúsund síður um þá, um þarsíðustu jól fór ég létt með 1200 bls bók sem fór um hvern krók og kima sögu þeirra.
Um daginn rakst ég á enn eina bítlaromsuna. Einhver bítlaelskandi ameríkani tók saman og raðaði niður uppáhalds bítlalögunum sínum, frá minnst uppáhalds og upp í mest uppáhalds, og skrifaði stuttann texta með. Mikið af uppáhalds bítlalögunum mínum skora neðarlega hjá honum, og samhengi lagana og textar skipta hann miklu meira máli en góðu hófi gegnir, en það skiptir ekki. Að renna í gegnum þennann texta, og hlusta á lögin í þessarri röð, er búið að vera stórskemmtilegt. Ég er hálfnaður með listann, og er búinn að uppgötva og enduruppgötva helling af lögum.
Ef þið fílið bítlana þá mæli ég með að þið gerið slíkt hið sama:
» JamsBIO: Playing the beatles backwards: the ultimate beatles countdown
Ummæli
Mín uppáhalds eru Strawberry Fields Forever, Two of Us, Something, Michelle og Across the Universe (Let it be...Naked útgáfan).