Hlutur númer eitt

B-town eða Breiðholt er með eldri tónlistarbloggum netsins, og þar sem við höfum verið í gangi heillengi höfum við verið sett inn á aragrúa af póstlistum hjá tónlistarplöggurum, plötuútgáfum og sjálfstæðum hljómsveitum.

Fyrst þegar þessi email fóru að detta inn hlustaði ég spenntur á allt sem okkur var sent, strax og það datt inn í pósthólfið.

Með tíð og tíma áttaði ég mig á því, eins og reyndar flestir hafa komist að sem hafa verið með myspace síðu, að flestar þessar hljómsveitir sem verið er að kynna eru ekkert svakalega góðar. Hlutfallið er sirka 70% súr steypa, 20% svona la la en ófrumlegt og óspennandi dót, og 10% virkilega frambærilegt.

Thing-one er ein af þessum frambærilegu hljómsveitum. Þeir eru svosem ekki að finna upp hjólið, en þeir spila kraftmikið partírokk sem kemur mér í gott skap, með örlitlum LCD Soundsystem áhrifum . Þeim tekst að halda því kraftmiklu og drífandi án þess þó að tapa sér í tilgerð eða of-skreytingu eins og margt sem er í gangi í dag.

Ég tel þetta vera sterkann kandidat í partí-stuðlag helgarinnar, fyrir þá sem vilja þannig.

» Thing-One - Move It

Ummæli

Vinsælar færslur