Meðal við jólastressi
Í hverri viku fer ég yfir sirka 10 klst. af nýrri tónlist við undirbúning á Funkþættinum. Það gerir það að verkum að ekki mikið af tónlist situr eftir hjá mér milli vikna (ég hef sjaldnast tíma fyrir það ef ég á að komast yfir þetta allt), nema örfá lög sem límast á heilann á mér.
The Birds með Telefon Tel Aviv er eitt þeirra laga. Lagið er af plötunni Immolate Yourself sem kom út fyrr á árinu. Platan var svanarsöngur annars meðlims hljómsveitarinnar, Charles Cooper, sem lést af völdum ofskömmtunar á svefntöflum og áfengi tvemur dögum fyrir útgáfu plötunar.
Eins hádramatískt og sagan er þá er lagið rólegt, fallegt, og svakalega svakalega grípandi. Það kemur manni niður á jörðina í jólatryllingnum.
» Telefon Tel Aviv - The Birds
Ummæli
Og þessi færsla var ekki skrifuð af Bobby. Við erum fimm sem skrifum þetta blogg.