Golden Flapjacks

Undanfarið hef ég verið að heyra sífellt meira af svokölluðu 'klassísku rokki' á netinu. Getur verið að áhrifavaldar tónlistarmanna muni í náinni framtíð færast frá næntístekknói og síðpönk-listaprumps aftur til loðinbarða með valbrá og geitarskegg? Aðeins tíminn mun leiða það í ljós. Hér eru nokkur lög síðan amma var sexí.

Ég póstaði um Marty Balin um daginn. Hér er hann í unaðslegri sveiflu með gamla bandinu sínu.
Jefferson Airplane - 'Today' mp3

Krummi spilaði þetta um daginn á Sirkus. Það ætluðu allar dauðar lýs að detta úr skallanum mínum að sjá Sirkus folöldin með vodka-í-Burn dansa við The Band. The Band!
The Band - 'Mystery Train' mp3

Paul Simon hefur löngum verið í svolitlu uppáhaldi hjá ungviðinu. Amk var '50 Ways to Leave Your Lover' hittari hér um árið á Kaffibarnum. Ég mundi með mátulegri alvöru segja að Paul Simon væri uppáhalds Afríski tónlistarmaðurinn minn. Amk var alltaf nóg af bumbuslætti og eyðimerkur-halarófudansi hjá honum í eitís (til sönnunar: 'Call Me Al'). En ég geymi það fyrir aðra færslu. Hér er fönkí samba.
Paul Simon - 'Late in the Evening' mp3

Ummæli

Laufey sagði…
takk takk fyrir yndislega jefferson airplane lagið úffff svo flott svo meget flott

Vinsælar færslur