Strigakjaftur

Það er athyglisverð stund þegar þú stendur sjálfa/n þig að því að vera að dansa við lag sem er að gera grín að þér. Kannski er það bara öfugsnúin írónía, einsog þegar plötusnúðar spila 'Panic' með Smiths ("Hang the DJ").

Þetta lag er með afar skemmtilegu elektró-eitís-kókaínbíti og söngurinn er í höndum geysilega fúkyrts manns með Jamaíkuhreim. Hann nýðist á saklausu fólki í móðgunar-reiðilestri og blótar manni í kleinu. Ég sprakk úr hlátri þegar ég heyrði þetta fyrst og hef þurft að hlusta oft til að læra einhverjar af þessum mergjuðu línum. Mínar uppáhalds eru: "I got cash in fuck-you quantities" og "Fuck you and the Range Rover you drove in on!"

En ég hef bara ekki hugmynd um hvað gæjinn/bandið heitir. Getur þú hjálpað mér... you pussy!

Brooklyn Funk Essentials - 'I Got Cash' mp3
Veistu hver þetta er?
Do you know who this is?

***Update - Thanks, T. Carter for the missing info!

Ummæli

T. Carter sagði…
"I Got Cash" by Brooklyn Funk Essentials off Make 'Em Like It (2000)
krilli sagði…
Dísus, þetta er rosalegt

þessi gaur er með True Power
Bobby Breidholt sagði…
Ekkert smá. Maður er alveg, "hann var að kalla mig "neutered asshole" og ég get ekki hætt að dansa!"

Vinsælar færslur