Blökkufell / SvartbakurStóner-svepparokkararnir í Black Mountain voru að gefa út 'In The Future' sem er plata númer tvö að ég held. Samnefnd fyrsta platan var stórfín og þau eru enn við sama heygarðshornið. Útúr mökkað, þungt og ævintýralegt.

Ég mæli endilega með því að þið kaupið ykkur allt sem þið getið með þeim, brunið út í sveit í sendiferðabíl með dreka máluðum á hliðina og farið með töfraþulur á jónsmessunótt. Nú eða bara lufsist í sófanum með Ben & Jerry's.

'Wucan' er hið daglega brauð hjá þeim, en kassagítarballaðan 'Stay Free' er meira útúr kú og sumarbústaðarleg.

Black Mountain - 'Wucan' mp3
Black Mountain - 'Stay Free' mp3

Ummæli

Vinsælar færslur