Draugar FortíðarVisage var ofsa hipp synthaband sem stofnað var 1978 af nokkrum fastagestum megatrendínæturklúbbsins Billy í London. Visage voru frumkvöðlar Nýrómantíkur stefnunnar, segja sögubækurnar, en ég vil meina að pönk/glam bakgrunnur þeirra skín í gegn og lögin þeirra eru mun myrkari en það sem koma skyldi frá þeirri stefnu. Visage slitu samstarfi uppúr 1982 og gítarleikarinn, Midge Ure, fór og stofnaði Ultravox. Þeir áttu þó einn meðalstóran smell, 'Fade to Grey' en hérna er lítt þekktari slagari:
Visage - 'I'm Still Searching' mp3


- - - -

Chromium er/var aðallega hetjan Trevor Horn, sem þekktastur er fyrir að hafa ort um hið tragíska morð útvarpshetjunnar af höndum myndbandsins með The Buggles.

Það er fyndið hvernig það mátti gera lag um hvaða andskota sem er í ítaló, jafnvel fönkí dans-slagara um flugumferðarstjóra að fylgjast með flugvél hrapa í Bermúdaþríhyrningnum. Svo vil ég bæta því við að Chromatics hafa greinilega verið að fylgjast vel með Chromium, 'Hands in the Dark' byrjar nákvæmlega einsog þetta lag:
Chromium - 'Caribbean Air Control' mp3

Ummæli

Jokull sagði…
Vinur minn benti mér á þessa heimasíðu fyrir stuttu. Flest lögin á þessari eru búin að vera í stanslausri keyrslu síðan!

Takk fyrir góða heimasíðu!!
Bobby Breidholt sagði…


Gaman að vita og kærar þakkir!

Kv
B
krilli sagði…
Holy crap, Chromium lagið.
Bobby Breidholt sagði…
Já, ekkert smá kúl.

Vinsælar færslur