Herakles ásamt Leyniást
Shary Boyle
Hercules & Love Affair frá Brooklyn, NY eru nýjustu undrabörn DFA Records. Þau eru smekkleg og melódísk og einsog nafnið gefur til kynna er ákveðinn goðsagnarbragur af þeim. Eftir allt þetta bylmingsharða rafmagnsgítartekknó er smooth diskófílingurinn í H&LA einsog ferskur rósablær eftir sólarhingsdvöl í reykherbergi Alþingis. Fyrsta platan, samnefnd bandinu, kemur út í mars á vegum DFA --einsog áður sagði-- og er pródúseruð af Tim Goldsworthy (LCD Soundsystem). Kaupa kaupa.
Ef ég ætti stimpil sem á stæði "VERÐANDI RISAR & FRAMTÍÐARÍBÚAR ALLRA ÁRSLISTA" (eða nennti að fótósjoppa hann), þá mundi ég skella honum þvert yfir skjáinn einmitt núna.
Antony (úr ...and the Johnsons) syngur nokkur lög og bakraddir á plötunni og sýnir að hann er meira en jafnvígur á diskó sem leiklistarpartýs-vangalög. 'Blind' er alveg spinnigal hittari og þið ættuð að geta heyrt það hvar sem er (m.a. á hinu geggjaða janúarmixi hans Terrordisco okkar). Hérna er afturámóti afbragðs endur-klipp:
Hercules & Love Affair - 'Blind' (Motik Lok edit) mp3
Ég held að ég hafi birt þetta lag áður og einnig notað það í eitthvað mixteip, en það var mjög extended útgáfa og því set ég hér knappt albúm versjónið. Bassinn er alger speglakúla og laglínan enn meira glansandi.
Hercules & Love Affair - 'Athene' mp3
Ummæli
http://www.sharyboyle.com
http://www.ffffound.com