Danstvennd - Dubbeltanz

Ég hef sagt það annars staðar að ég er á móti Valentine's Day. Mér finnst að við ættum að vera dónaleg og órómantísk við hvort annað í dag frekar en að eyða fúlgu í hallærislegt skran sem visnar og verður rykugt hvorteðer. Verum ógeðsleg og særandi við maka okkar í dag og höldum áfram að elska á morgun.

Það þykir reyndar rómantískt að dansa saman við taktvís popplög, en við getum lagað það með því að löðrunga hvort annað um leið, einsog í 'Blue Monday' myndbandinu.

Siriusmo - 'Wov' mp3

Little Boots - 'Stuck on repeat' mp3

Ummæli

sóley sagði…
tek undir með þér, þetta er ógeðs dagur. verð samt að leiðrétta smá nördamisskilning, órómantíski löðrungurinn er úr 'true faith' myndbandinu með new order, ekki blue monday... takk annars fyrir góð tjúnes ! :)
Bobby Breidholt sagði…
Ah! Ég stend leiðréttur. Gott að vita að maður eigi New Order nörd í bakhöndinni. Takk.!

Vinsælar færslur