Fútt.



Það er þvílíkur fimmtudagsfílingur í mér. Einhver svona fyrirhelgarkrampi í lendunum. Því lýsi ég yfir snemmbúinni helgi og plaffa nokkrum stuðlögum á mannskapinn. Ég ætlaði að geyma þessi fyrir helgarpósta en það er bara of mikið fjörið í Vinabæ og Ölveri í kvöld. Engar áhyggur, ég lofa yfirdrifnu fjöri á morgun eða hinn. Meðal annars Yuksek, Digitalism og snælduvitlaust M.I.A. remix.

Jæja, LCDSS eiga fyrsta leik. Digurbarkalegt döbb með nóg af verksmiðjulegu blíbbi og blúbbi. Nancy Whang er með eina skemmtilegustu röddina í bransanum.
LCD Soundsystem - 'North American Scum' (Onanistic dub) mp3

Elektrópoppið virðist enn vera allsráðandi. Þessi stíll gerði mikinn öldugang í fyrra en nú tel ég að það sé orðið nokkuð stutt í að aldan brotni. En engar áhyggjur, það er einmitt á þeim tíma sem er besta brimbrettafærið.
Neon Neon - 'I Lust U' mp3

Baron Von Luxxury er sniðugur að endurhljóðblanda auk þess að blogga á Disco Workout. Hérna eru tveir hlutar af remix seríu hans á lagi með Glass Candy. Alveg klikkað flott og smekklegt. Það er ekki oft sem svona chopp-stíll skorar stig hjá mér en Baróninn skorar, hvort hann gerir. Hann lofar mér að við fáum senn að heyra hina hluta lagsins (þeir eru víst fimm talsins) og þá verður kátt í höllinni.
Glass Candy - 'I Always Say Yes'
(Baron Von Luxxury remix, parts II & III)
mp3

Ummæli

Nafnlaus sagði…
I lust u er orðið mitt profile song...

Vinsælar færslur