Lyklavöld

Ég hef fylgst með Black Keys síðan þeir komu fyrst fram, eitthvað um 2002. Þeim var upphaflega líkt við White Stripes, sem mér fannst miður, enda eru BK mun meira 'ekta' blúsband en WS sem eru öll í poppinu og gullgrafararómantíkinni.

Plöturnar 'The Big Comeup' og 'Thickfreakness' voru fantafínar fantablúsplötur sem var gaman að drekka Fanta við (blandað í viskí). Síðan kom hálfgerð ládeyða í svona tvær plötur (þótt ballöðurnar á 'Magic Potion' séu fínar) en núna hafa þeir rétt úr bjórkútnum með nýju plötunni 'Attack & Release' sem kemur út í apríl.Dan Auerbach spilar á gítar og látúnsbarkast á meðan Pat Carney er trymbill. Sá sem fer með takkavöld á nýju skífunni er enginn annar en Danger Mouse, EN! Engar áhyggjur. Það eru engir bombastískir taktar eða skrats eða "Ah ha... YEAH!" á plötunni.

Tvennt smakk. Geysifallegt og allir í sleik (eða drekka sig í hel).

The Black Keys - 'All You Ever Wanted' mp3
The Black Keys - 'Things Ain't Like They Used to Be' mp3

Ummæli

Laufey sagði…
things aint like they used to be,geggjað,buið að vera á repeat hjá mér síðan þú postaðir þessu.er þetta lag ekki soldið líkt "dont let me down" með bítlunum???
Bobby Breidholt sagði…
Já það er ofsalega fínt. Mitt uppáhalds líka.

Og þegar þú minnist á það eru lögin soldið svipuð, amk í viðlaginu.

Vinsælar færslur