Heilar!Ég hef alltaf verið sannfærður um að einn daginn muni ég lifa við þann raunveruleika að hinir ódauðu hafi yfirtekið jörðina. Zombíhelför. Lestu þessa grein og þú munt sjálf/ur fara að safna dósamat og bóna byssur í neðanjarðarbyrgi á Hengilssvæðinu.

Zombie Zombie hafa greinilega sætt sig við hið óhjákvæmilega og ætla að gera sem best úr þessu. Þeir hafa safnað saman drungalegum synthum, dimmum bassa og spúkí hljóðeffektum og búið til sándtrakk fyrir hin komandi endalok.

Hittið mig í byrginu mínu (leyniorð: Rauð Panda) og við skulum spila þessa músík í botni á meðan nágenglarnir tyggja kjöt þeirra sem ekki voru reiðubúnir.

Zombie Zombie - 'What's Happening in the City' mp3
Zombie Zombie - 'Interlude' mp3
Zombie Zombie - 'Psychic Harmonia 2' mp3

Ummæli

Vinsælar færslur