DraugabærÉg er búinn að liggja í kántrýmússík í páskafríinu, enda fátt annað hægt í volæðinu og hörmungunum. Það er ekki hægt að skemmta sér þegar við manni blasir kreppuframtíð, fátæktarmannát og morðalda fyrir bensíndropa. Það er best að halda sig bara upp til fjalla, lifa á landinu og spila á banjó við arineldinn.

The Dillards, Townes Van Zandt, Burrito-bræður, Merle, George Jones, Hank Locklin og Gene Clark standa fremst í plötuhrúgunni, en það er drottningin sjálf sem ber höfuð og herðar yfir alla þessa gæja. Dolly er án alls vafa einn besti lagahöfundur allra tíma. Ekki bara í kántrí heldur í tónlist almennt. Og það er guðs heilagi sannleikur. Gleðilega kreppu.

Dolly Parton - 'Lonely Coming Down' mp3
Dolly Parton - 'Early Morning Breeze' mp3

Og til að gleyma kreppueymdinni, eitt hressandi lag um ungbarnadauða.
Dolly Parton - 'Down From Dover' mp3

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Arna segir AMEN
Laufey sagði…
laufey segir HALLELUJA!

Vinsælar færslur