Það er eitthvað við þetta lag...
Ég er búinn að vera að hlusta á lagið 11th Dimension með Julian Casablancas aftur og aftur. Það gerist bara örsjaldan að ég detti svo mikið inn í lag að ég þurfi að spila það trekk í trekk, síðasta dæmi sem ég man er Erase/Rewind með Cardigans 1998.
Lagið hljómar eins og Human League, FM Belfast, Pet Shop Boys með smá Strokes í brúarköflunum. Viðlagið er hreint poppnammi.
Platan sem þetta lag er á, Phrazes for the Young, er heldur ekkert slor, fyrir utan kannski lagði Ludlow Street sem er óskiljanlegt teknókántrí. Á plötunni ægir saman áhrifum hugmyndum og stefnum, með mestmegnis mjög góðum árangri, fyrir utan fyrrnefnt lag.
Þar sem að þetta lag er í boði í gegnum Hype Machine á svona 11 mismunandi síðum, og ég er pínu þreyttur að fá lögfræðingabréf, ætla ég bara að vísa ykkur þangað eða á myndbandið hér að ofan.
» Julian Casablancas - 11th Dimension HYPE MACHINE LEIT
Ummæli