Hjaltalín með nýtt!Hjaltalín eru í þann mund að reka nýju plötuna sína að heiman og út í heim. Kallast hún 'Terminal' og er hún kremjufull af hressandi og/eða melankólískri kántrý-prog-sál með íslenskum blæ. Ég er búinn að renna henni í gegn nokkrum sinnum og ég lofa geggjaðri upplifun.

'Suitcase Man' hefur verið að tröllríða öllu á rúmsjó ljósvakans undanfarið en hér er nýr singúll sem Hjaltalín leyfði okkur að deila með ykkur:
» Hjaltalín - "Feels Like Sugar"

Og svo eitt bónus, annað lag af 'Terminal':
» Hjaltalín - "Sweet Impressions"
Ef vel er hlustað má heyra í engum öðrum en Bó!

Ummæli

Nafnlaus sagði…
hlustið á þetta á gogoyoko.com

alla plötuna

öll lögin

svaka stuð

Vinsælar færslur