Úr póstkassanumHressilegt geimrokktölvudiskó frá Stephan J, klassískum tónlistarmanni frá Leipzig sem ásamt tryggri aðstoðarkonu sinni Jönu D er ekki hljómsveit. Klassískur bakgrunnur hans skín í gegn í tónlistarsköpuninni, en hljóðheimurinn er hreint tölvupopp.Golden Bug er einn af þessum tónlistarmönnum sem kemur mér stórkostlega á óvart, hann er eiginlega eini gæjinn úr frönsku house senunni sem er ennþá að gera nýja og spennandi hluti. Einn af hans nánustu samverkamönnum er Rove Dogs, en sá gæji var að senda okkur skeyti og segja okkur frá nýju verkefni sínu, GET A ROOM !.

GET A ROOM ! búa til drulluflott edit af gömlu ítaló-diskó, geimdiskó og öðru evrópsku súrmeti frá áttunda og níunda áratugnum. Lagið The Dreamer er edit af lagi úr franskri bíómynd, sándtrakk myndarinnar er eftir Ennio Morricone.
Það er dúndurstemmning í þessu, sé þetta alveg virka sem nettur kaffibarshittari.
Ég er nú reyndar bara búinn að hlusta á þetta einu sinni, en þetta lítur nokkuð vel út. Það er ógeðslega mikið af elementum í þessu sem eru til þess gerð að gera mig spenntann. Afrískur gítarrytmi, kúabjöllur, smá barnakór, pínu indífílingur en samt soldið diskótek líka. Veit ekki alveg með viðlagið samt. Ég ætla að spá að sirka 65% ykkar koma til með að fíla þetta nokkuð vel.


Vampisoul er plötuútgáfa í Madrid sem sérhæfir sig í endurútgáfu á týndum gersemum, og þá sérstaklega (en ekki bara) frá spænskumælandi löndum.
Sensacional Soul 2 er safnplata frá þeim sem gerir spænskri soultónlist hippatímabilsins góð skil. Listamennirnir á plötunni eru flestir óþekktir utan spánar, og margir hverjir ekkert svaka frægir þar heldur.
Einn listamaðurinn á plötunni er HENRY, og um hann veit ég ekki neitt. Lagið hans, Lo Que Puede Ocurrir Con El Café, er svaka freakbeat soul smellur, ætti vel heima í spænskri endurgerð Austin Powers. Hámarks hressleiki á rúmum tvemur mínútum.
Platan fæst bæði á emusic og tónlist.is

~   ~   ~   ~   ~   ~   ~   ~

Að lokum viljum við plögga nýtt íslenskt tónlistarblogg:
knowledge. titties. ass. titties. infinity.


That is all.

Ummæli

Vinsælar færslur