Datasette

Þetta er svo gott á ég á í vandræðum með að deila þessu. Þetta er eiginlega of fínt. Mér langar eiginlega bara að eiga þetta einn. Þannig að gerið mér greiða, ekki smella á neina linka hérna. Ekki tékka á neinu af þessu dóti. Látið þetta bara eiga sig. Það er ekkert varið í þetta. Ekkert að sjá hér. Please move along. Endilega skippið bara yfir á næstu færslu.

Ókei, fyrst að þið eruð ennþá að lesa, get ég svo sem sagt ykkur að hann Datassette er gaur, sem fiktar við allskonar hluti og birtir þá síðan á heimasíðunni sinni. Helst ber að nefna rímixin, endurgerð hans á lagi Kate Bush, Running Up That Hill er uppáhalds lag mitt þessa dagana, og endurvinnsla hans á Peter Björn & John og Human League er einnig frábær. Svo er hann með nokkur mixteip, flassleikföng og fullt fullt af ókeypis snilldar elektrói.

En það skiptir ykkur svo sem ekki máli, þar sem að þið megið ekki smella á linkana.

» Datassette - Running Up That Hill
» Datassette - Don't You Want Me
» Datashat - Young Folks

» Heimasíða Datassette

Ummæli

Bobby sagði…
Þetta Kate Búss cover er algert náttúruundur.
krilli sagði…
SHIT hvað þetta er flott Alltsaman
krilli sagði…
Mer thykir liklegt ad nuna se svaeesin innanhusspolitik milli Peturs, Bjorns og Johns - hverjum verdi bolad i burtu til ad taka Datashat inn i stadinn. Ju, their urdu sumarsmellur med flautudu produksjoninni a laginu, en thessi utgafa er giptingarmars konunga.

Vinsælar færslur