Pacific Ocean Blue
Dennis Wilson var "hæfileikalausi" Beach Boy-inn, spilaði á trommur og hékk með Charlie Manson. Han fór þó að semja efni fyrir Fjörupiltana í leit-sixtís og varð loks að hinum fínasta lagasmið. Hann hóf að vinna að sólóplötu, verkefni sem tók hann heil sjö ár. "Pacific Ocean Blue" kom út 1977, fékk góða dóma og seldist ágætlega. Þess má til gamans geta að Darryl Dragon (betur þekktur sem kapteinninn í hjóna-bandinu Captain & Tennille ("Love will Keep us Together")) vann plötuna með Dennis. Dennis sjálfur var ósáttur við plötuna á meðan bróðir hans Brian elskaði hana. Næsta plata, "Bamboo" átti að vera meistaraverkið en hún kom því miður aldrei út.
Dennis var á kafi í dópi og búsi og lauk ævinni 39 ára gamall árið 1983, þegar hann drukknaði undan ströndum Californíu.
"Pacific Ocean Blue" er stórfín plata. Hún er draumkennd, þroskuð og inniheldur nokkra smooth snekkjurokks slagara. Lýsandi fyrir rólegheitalagasmíðar í mið-seventís. Hér eru þrjú óskalög af plötunni:
Dennis Wilson - 'Rainbows' mp3
Dennis Wilson - 'Dreamer' mp3
Dennis Wilson - 'Farewell My Friend' mp3
Bónus, af fyrstu smáskífu Dennis frá 1971:
Dennis Wilson - 'Lady' mp3
Ummæli
Svo var hann víst eini alvöru surferinn í bandinu..
- einar