Gene Clark



Af einhverri ástæðu virðast drykkfelldir vitleysingar sem drápust gleymdir og einir gera betri mússík en þeir sem liggja í vindsængum úr silfri. Gene Clark er einn þeirra sem sótti innblástur tregafullra laga sinna í sína eigin hrörlægu ævi.

Þetta byrjaði allt saman vel hjá kallinum. Gene var einn stofnenda The Byrds og var þeirra aðal lagahöfundur (samdi m.a. 'Eight Miles High'). The Byrds urðu auðvitað feikna vinsælir en þar sem öll lögin þeirra voru annaðhvort eftir Gene eða Bob Dylan (þeir coveruðu svo mörg Dylan lög að það er til Byrds safnplata með engu nema Dylan lögum) þá voru hinir meðlimirnir ekki að fá mikið í vasann. Þetta skapaði mikla óvild í garð Gene og þegar flughræðsla hans skemmdi fyrir frekara meiki var ákveðið að Gene skyldi láta sig hverfa.

Gene tók upp mikið af feiknagóðu sóló-efni það sem eftir var af sixtís og seventís og var einn frumkvöðla kántrý-rokk bylgjunnar. En hann fékk ekki kynninguna sem hann átti skilið frá plötufyrirtækjunum og þessar góðu plötur hans gleymdust í einhverjum vöruhúsum. Svo kom þetta fyrirsjáanlega: gríðarlegur drykkjuskapur, dóp, veikindi og listræn vonbrigði.

Þessi snalli en þjáði listamaður skreið í gegnum lífið, stefgjöld frá Byrds árunum voru saltið í grautinn. Stundum var hann dreginn í eitthvað Byrds reunion en annars var hann í stöðugu harki að fá eitthvað af efninu sínu (sem var oftast mjög gott) útgefið, en allt kom fyrir ekki. Undir það síðasta var hann oftast svo drukkinn og illa til fara á sviði að umboðsmaður hans stóð fyrir utan og ráðlagði fólki að spara sér peninginn og sorgina að sjá Gene í svona ástandi. Hann tékkaði út 1991, fullur og með blæðandi lifur.

Njótið tregans í góða veðrinu:

Gene Clark - 'Gypsy Rider' mp3
Gene Clark - 'So You Say You Lost Your Baby' mp3
Gene Clark - 'With Tomorrow' mp3

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Bloody brilliant! A Vastly underrated genius.

Vinsælar færslur