It's a Jungle Out There

Ég og Halli erum að fara að spila smá ítaló á Barnum á eftir (sem er nánast að verða daglegur viðburður), og af því tilefni sendi Björn Þór á mig eina eitís perlu.

Lagið heitir It's A Jungle Out There, og er með 0,1 hit wonderinu Bone Symphony. Hljómsveitin, ef eitthvað er að marka internetið, gaf bara út eina tólftommu, og eitt lag á sándtrakkinu við myndina Revenge Of The Nerds.

Lagið var helvíti hresst, en ég missti alveg andlitið þegar ég ákvað að tékka á myndbandinu.Takið eftir hljómborðsleikaranum, mikið stuðmenni, og Grýlunni sem spilar á ásláttarhljóðfæri.

» Bone Symphony - It's A Jungle Out There


***Innlegg frá Bobby -
Þess má geta að það var hinn geðþekki Zúri sem minnti mig á þetta góða lag.

Ummæli

Viggi sagði…
Vá hvað þetta myndband er gott! Það hefur allt sem skiptir máli...
Jakob Frímann að spila á syntha eins og fiðlu
Messíasarreferenca
Röggu Gísla að stökkva inn í rammann og hamra á elektró trommurnar

Ég er gáttaður!
syrdurrjomi sagði…
Þeir gáfu ekki út bara eina 12", heldur svona mini lp. 6 laga gaur. og þetta video er pure genius. ég verð að komast að því hver gerði, því ég held að þetta hafi verið gert á íslandi. lyktar af agli eðvarðs...hmm
syrdurrjomi sagði…
nei... Karl Óskarsson, sem "vinnur NÆR eingöngu erlendis", gerði þetta. Íslenskur metnaðarfnykur af þessi videói.

Vinsælar færslur