Ítaló



Björn Þór er í Danmörku að borða rosalega rauðar vínarpylsur í hringekju í tívólí, og í millitíðinni var mér falið að halda breiðholtspartíinu gangandi.

Þessa dagana er ég með voðalega Ítaló dellu. Við Halli héldum Ítalókvöld á Barnum fimmtudagskvöldið 12. júlí, og ætlum að endurtaka leikinn á morgun, föstudaginn 3. Ágúst. Partíið verður, eins og síðast, á barnum.

Hér er smá glefsa úr kynningartextanum sem við Halli útbjuggum fyrir morgundaginn:

Það var ótrúlega gaman síðast. Landsliðið í ítalódansi mætti eins og það lagði sig, dansandi uppá borðum og stólum og skrækjandi af gleði við vel heppnaðar skiptingar. Við metum það mikils, og hlökkum til að sjá miklu fleiri dansa annað kvöld.

Svenni (Forever Lover) er hvað frægastur fyrir leynilegt bréfasamand sitt við Giorgio Moroder, ásamt því þegar hann lúppaði Rydeen-hrossaintróið og droppaði því þegar það var sjóðheitt, sem gerði sveitta dansiþvöguna agndofa af undrun og fíling.

Halli (Shy Like An Angel) er hvað frægastur fyrir að hafa verið með Svenna þegar hann lúppaði Rydeen-hrossaintróið og gerði sveitta dansiþvöguna agndofa af undrun og fíling, en hefur einnig verið þekktur fyrir fágætt bragðskyn og hágæða lagaval undir miklum þrýstingi.

Talandi um smelli... tilað koma öllum í dansigírinn flugum við með Arnarflugi til Sitges og fengum afnot af mest móðins hátæknigræjum tilað skapa besta mixdisk sem skapaður hefur verið síðan Max Mix bræðurnir voru uppá sitt besta:


» Sækja mixdiskinn "Ítaló Diskó #1"



Komdu á Barinn, pantaðu suðrænan svaladrykk, hnepptu frá skyrtunni/kjólnum/þjónabúningnum, strengdu bindið yfir ennið, ýttu evróhippunum frá, og kondað dansa!
Aftur: skemmtunin hefst stundvíslega kl. 23.59!

(50 fyrstu sem mæta fá ókeypis sæti og hreinari glös. Og knús. Og velmegun.)

Við minnum á Myspace-prófílinn okkar: myspace.com/italodisko
Þar er hægt að sjá skemmtileg Ítalómyndbönd, og hitta og ræða við aðra áhugamenn um skemmtilega tónlist.
Og: á icomefromreykjavik.com/kontrapunkt er fullt, fullt af eðals Ítaló Diskó til hlustunar.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Þetta er ekki della. Þetta er vírus, beíbí!!!
Bobby Breidholt sagði…
Ég skrælna við tilhugsunina að vera að hlusta á Kim Larsen & Gasolin í einhverjum arabaleigubíl þegar þið eruð að spila Koto, Telex og La Bionda heima. GRENJJJJJJ!!!!
Unknown sagði…
Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.
Unknown sagði…
Takk fyrir þessa dásamlegu úrkynjuðu tónlist. Það er þó eitt (pínulítið) atriði sem væri gaman að hafa, nefninlega cue sheet fyrir pakkann. Er einhver möguleiki á því?
Nafnlaus sagði…
æji, betra að kópera slóðina og peista í nýjan glugga, annars opnast slóðin í þessum kommentaglugga.

Slóðin:
http://www.icomefromreykjavik.com/kontrapunkt/2007/09/mixes_1.html

Vinsælar færslur