Líksnyrtar
Ég er meira en bara smooth og glaðvær snekkjurokkari. Ég á mér dökka og föla hlið. Ég digga nefnilega anorexíusjúku hryllingsdrengina í The Horrors. Bönd í dag eyða alltof miklum af sínum sviðstíma í að vera lopahommar og horfa á gólfið eða slefa á bakvið snúruhrúgu. Þessir viktoríutíma sörf pönkarar eru með leikræna tilburði, dramatík og alvöru stælaskap sem hefur lengi vantað í músík. Þeir eru David Bowie okkar tíma. Þeas ef Bowie væri útfararstjóri með krabbamein.
Ég póstaði demóinu að eftirfarandi lagi fyrir svona ári síðan og hérna er lokaútgáfan. Lagið má finna á nýútkomnum frumburði þeirra, 'Strange House'.
The Horrors - 'Count In Fives' mp3
Ummæli