Drif

Við eiginkonan erum á leiðinni í langan rúnt, enda ekki oft sem maður hefur bíl til umráða. Þá er auðvitað brennsla á mixteipi eins mikilvægur liður í undirbúningnum og að plasthúða Vegahandbókina, pumpa í dekkin og smakka á olíunni. Tjakkurinn nýbónaður og koppafeitið með jasmín-angan.

Hvert skal haldið? Fer eftir örlögum og vindátt. En ég vonast þó eftir þoku, léttum og dularfullum skafrenning og söguglöðum puttaferðalang frá annarri vídd.

Forstjórinn er tilvalinn ferðafélagi.
Bruce Springsteen - 'I'm On Fire' mp3

Hér eru síðan hin óviðjafnanlegu Chromatics að taka lagið af stakri snilld. Enda vart annað hægt, með svona góðu úr að moða.
Chromatics - 'I'm On Fire' mp3

Ummæli

Vinsælar færslur