Suðandi súper-sunnudagur

Það er sunnudagur. Svo mikið er ljóst.

Ég var að spila á kaffibarnum í gær, og það var gríðalegt stuð. Er því pínu krumpaður og beyglaður í dag.

Á stundum sem þessum finnst mér fínt að hlusta á playlista sem ég er búinn að vera að safna í í nokkur ár, sem ég kalla A.M. Radio. Á hann fer tónlist sem er í senn pínu skrítin eða spúki, og kósí. Ef þú hefur einhverntímann fiktað í stuttbylgjuútvarpi og dottið inn á útsendingar frá óræðu fjarlægu landi með skrítinni og speisaðri tónlist þá veistu kannski hvað ég meina.

» Rasha - Azara Alhay

Þetta er dæmigert svona stuttbylgjuútvarpslag. Þessi stelpa heitir Rasha og er frá Súdan. Magnað dót.

» Führs & Fröhling - Street Dance
Ljúfir gítartónar... Þetta er svona lag sem lætur mann líða eins og að þegar öllu er á botninn hvolft, þá verður allt í lagi.

» Cornelis Vreeswijk - Balladen om herr Fredrik Åkare och den söta fröken Cecilia Lind
Ég ólst upp í Svíþjóð, og svíanostalgían lætur alltaf á sér kræla annað slagið hjá mér. Ég var á kaffibarnum áðan, og var ásamt sænskri bar-dömunni að gúgla eftir sænsku hamborgarakeðjunni Clock. Hún er víst hætt núna, en á sínum tíma (í eitís) var þetta svona eins og McDonalds, nema meira eitís og skræpótt.
Cornelis Vreeswijk var nú ekki mikið áberandi í uppvexti mínum, en ég man eftir því að pabbi hlustaði stundum á hann, og ég fór einhverntímann á safn tileinkað honum. Þetta er rosa næs.

Eigið góða rest af sunnudegi.

Ummæli

halli sagði…
Þú ert svo mjúkur. Einsog grjónapungur úr volgu leðri. Mann langar barað...barað...HOSSAST Á ÞÉR!!!

Vinsælar færslur