Bang Bang, You're Terry Reid



Ég hélt fyrst að Terry Reid væri svartur. Einhver þeldökkur, sveittur soul warrior í flöskugrænum flauelisjakkafötum með bleikan vasaklút í hönd. Þvílík var sálarangistin í rödd hans. En neinei, hann ku hvítur, breskur og vera meira fyrir rúllukragapeysur. En það breytir því ekki að hann er með rödd sem lætur konur kikna í hnjánum og hross taka heljarstökk. Eða öfugt. Þvílíkur raddbelgur. Engin furða að hann er kallaður 'Superlungs'.

En já, hann á sér skemmtilega sögu, eða pínlega réttara að segja. Eftir nokkur ár af pöbbaspileríi var Terry boðið að vera með í nýrri hljómsveit sem var verið að setja á laggirnar. Terry hélt nú ekki, hann var á leið á túr að hita upp fyrir Stones, en hann stakk þó upp á vini sínum sem hljóp í skarðið. Vinurinn var Robert Plant og hljómsveitin var Mamas and the Papas. Nei djók, auðvitað Led Zeppelin. Svo afþakkaði hann líka sæti í Deep Purple bara til að sýna að Zep klúðrið væri ekki bara heppni.

En lögin eru mögnuð fyrirbæri, því verður ekki logið.

Terry Reid - 'Dean' mp3

Terry Reid - 'Superlungs My Supergirl' mp3

Ummæli

Vinsælar færslur