Hljómur Framtíðar

Sonus Futurae voru gríðarlegir frumkvöðlar í íslenskri tónlistarsögu. Þeir voru fyrsta synthabandið, gáfu út fyrstu synthaplötuna og gáfu auk þess út fyrsta íslenska tónlistarmyndbandið (eflaust fullt af synthum). Hér er smá innsýn í nafnið.


Fann ekki betri mynd.
Maður skyldi ætla að 'fyrsta íslenska synthabandið'
hafi skilið eftir sig fullt af myndum með hansagardínum og leiserljósum.


Alveg einstaklega smekkleg nýbylgja. 'Klapp-klapp' hljóðið í viðlaginu er alveg ómótstæðilegt. Kærar þakkir til Páls Inga, Breiðholtsblóðbróður, sem var svo höfðinglegur að senda þetta á okkur.

Sonus Futurae - 'Myndbandið' mp3

Ummæli

krilli sagði…
Já, þetta eru naglar. Þessi í miðjunni heitir Kristinn R. Þórisson, og er doktor frá MIT Media Lab. Hann kom einu sinni í Nýjustu tækni og vísindum. Hefur kennt mér, og er sniðugur d00derino.
Nafnlaus sagði…
Je!
Man þegar bróðir minn keypti plötuna þeir sletta skyrinu... (með mynd af Helga mótmælanda að sletta skyri á ríkisstjórnina, biskupinn og forsetan).
Ég var átta ára og get ekki enn fengið mér skyr með rjóma án þess að fá á heilan lagið: ,,Skyr með rjóma - líkar mér ... (og bláber)".
Takk fyrir.

ps. Þú gætir ekki fundið betri mynd - hún er frábær

SAG
Saga sagði…
Svakalegt!

Vinsælar færslur