Hljómur Framtíðar
Sonus Futurae voru gríðarlegir frumkvöðlar í íslenskri tónlistarsögu. Þeir voru fyrsta synthabandið, gáfu út fyrstu synthaplötuna og gáfu auk þess út fyrsta íslenska tónlistarmyndbandið (eflaust fullt af synthum). Hér er smá innsýn í nafnið.

Fann ekki betri mynd.
Maður skyldi ætla að 'fyrsta íslenska synthabandið'
hafi skilið eftir sig fullt af myndum með hansagardínum og leiserljósum.
Alveg einstaklega smekkleg nýbylgja. 'Klapp-klapp' hljóðið í viðlaginu er alveg ómótstæðilegt. Kærar þakkir til Páls Inga, Breiðholtsblóðbróður, sem var svo höfðinglegur að senda þetta á okkur.
Sonus Futurae - 'Myndbandið' mp3

Fann ekki betri mynd.
Maður skyldi ætla að 'fyrsta íslenska synthabandið'
hafi skilið eftir sig fullt af myndum með hansagardínum og leiserljósum.
Alveg einstaklega smekkleg nýbylgja. 'Klapp-klapp' hljóðið í viðlaginu er alveg ómótstæðilegt. Kærar þakkir til Páls Inga, Breiðholtsblóðbróður, sem var svo höfðinglegur að senda þetta á okkur.
Sonus Futurae - 'Myndbandið' mp3
Ummæli
Man þegar bróðir minn keypti plötuna þeir sletta skyrinu... (með mynd af Helga mótmælanda að sletta skyri á ríkisstjórnina, biskupinn og forsetan).
Ég var átta ára og get ekki enn fengið mér skyr með rjóma án þess að fá á heilan lagið: ,,Skyr með rjóma - líkar mér ... (og bláber)".
Takk fyrir.
ps. Þú gætir ekki fundið betri mynd - hún er frábær
SAG