Ennþá Díva

Þangað til hún fer að gera einhverja nýja tónlist blessunin hún Amy Crackhouse, þá er bara að njóta þess sem liggur eftir hana. Ensku töffararnir í NYPC gerðu þetta dýrindis megamix og ég hef verið að tauta með þessu í nokkra daga. Minnir mann svo sannarlega á að Amy er mikill talent þrátt fyrir að virðast einbeitt í að láta persónulega lífið skyggja á það.

Þetta er svosem ekki mikið helgardjammlag, en þetta er fullkomið keyra-heim-úr-vinnunni lag. Flottó.

Amy Winehouse - 'Tears Dry On Their Own' (New Young Pony Club Remix) mp3

Ummæli

Vinsælar færslur