Þegar brækur strukust við jörð.

The Rapture voru að gefa út mixteip með hinum frumlega titli Tapes. Þar kennir ýmissa grasa, m.a. Daytona 500 með Ghostface Killah, Raekwon og Cappadonna. Að mínu mati besta lagið sem meðlimur Wu-Tang gaf út á sólóplötu. Minningartárin bleyttu skyrtuna mína og nærstaddir runnu til í pollinum. Þvílíkur nostalgíuþjóðsöngur. Þetta ómaði í stigagöngum Breiðholtsins seint á seinustu öld.

Ég fór því að gramsa í gamla rappinu mínu og rakst á aðra gersemi sem ég ætla að senda út með kveðju til landabrúsa æsku minnar. Megi þeir grotna í náttúrunni að elífu.

Camp Lo - 'Luchini (This is It)' mp3


Luchini er svo mikið Blaxploitation
að ég varð að setja inn mynd af Pam Grier.

Ummæli

Teh Maggi sagði…
Ohyeahs, nú erum við að tala saman.

Old school hiphop maður, það var tíminn.

Sjáðu hvað ég fann:
http://www.mtvmusic.com/ghostface_killah/videos/30630/daytona_500.jhtml

http://www.mtvmusic.com/masta_ace_incorporated/videos/47038/born_to_roll.jhtml

http://www.mtvmusic.com/digable_planets/videos/46483/rebirth_of_slick_cool_like_dat_.jhtml
krilli sagði…
Besti Titill Ever

*verðlaun*
Sveinbjorn sagði…
Þetta er bestast.
Ari sagði…
sjii - respect fyrir Camp Lo

Vinsælar færslur