Ullarsokkadjamm
Er ekki kominn tími á gamaldags djamm? Stuð með vettlingum og heimalöguðum landasmákökum. Kojuknús og kassagítarglamúr. Mig langar á svona Roadhouse, djamm-hjall við bandarískan þjóðveg þar sem er sag á gólfi og bullandi sveittir nautahausar á veggjunum. Staður þar sem fjöldaslagsmál brjótast út fyrirvaralaust og menn taka dans oná öskubökkunum.
Ég veit að það er þannig stemning hér (jafnvel með moldargólfi):
Bunker Hill - 'Hide & Go Seek' mp3
Hér er mjög obskjúr sixtís band að taka cover af samtímasmelli Big Brother;
Wool - 'Combination of the Two' mp3
Og að lokum setjum við smá klassa í þetta og gefum Levon Helms og Haukunum hans hljóðið. Blússandi RnB (einsog það var og hét kringum '60) og hefí Ray Charles fílingur.
Levon & the Hawks - 'He Don't Love You (And He'll Break Your Heart)' mp3
Þeir sem kannast við nafn Levons og röddina í Richard Manuel verða ekki hissa á að vita að þessi grúppa þróaðist í The Band.
Ummæli