Ástin er skrítin

Og ég meina sko virkilega skrítin. Hún safnar Kóreyskum frímerkjum og á tuttugu ketti. Hún eldar soðnar músarmottur í matinn og ber þær fram með skósvertu og skipalakki. Maður sér hana stundum úti á götu, að krota guðlast á búðarglugga í ruslapoka einum fata. Skórnir eru ekkert annað en gamlar hárkollur. Setjið ástina á hæli. En eitt er þó víst: Hún lemur kúabjöllur einsog það sé dómsdagur á morgun.

Mickey & Sylvia - 'Love is Strange' mp3Wings voru reyndar ekkert svo skrítin, en voru þó í hárkolluskóm.

Wings - 'Love is Strange' mp3

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Kóreyja - skemmtileg tillaga að nafnbreytingu.

Kórea er nes, eða "halvø" upp á dönsku og hugmyndin því ekki alslæm.

Keðja,
Björn Þ.
Bobby Breidholt sagði…
Ég á sumarbústað á Kóreyju.
Laufey sagði…
svo skemmtilegt laaag

Vinsælar færslur