King TutVið erum búin að vera með þetta tónlistarblogg í þó nokkur ár núna, og með árunum hefur straumur tölvupósta frá hljómsveitum og plötuútgáfum orðið æ stríðari. Þetta er bæði blessun og bölvun, þó oftar bölvun, því að maður hlustar samviskusamt á alla þessa tónlist, og oft er hún ekki upp á marga fiska.

Því er alltaf gaman þegar maður nær að fiska út úr innboxinu eitthvað sem maður er pínu spenntur að koma á framfæri. King Tut er eitt af þeim böndum. Þetta lag sem mér langar að kynna ykkur fyrir heitir Luke's Hymn, mætti flokkast sem póstrokk, þar sem að það byrjar mjög rólega í Sigurrósarstemningu en dettur í eitthvað TV On The Radio indí partí undir endann. Þetta virkilega lyftir andann.

» King Tut - Luke's Hymn

Ummæli

Vinsælar færslur