Þrennt lauslegt. Plús eitt.

Fyrir þá sem þora ekki út vegna veðurofsans þá er hérna svolítill neyðarpakki af eldhressu gúmmolaði. Munið bara að hafa stillt á langbylgju Ríkisútvarpsins í bakgrunninum til að heyra fregnir af mannfalli og þakplötuhríð.

The Phenomenal Handclap Band eru í miklu uppáhaldi hjá okkur, enda eru þau unaðslegur hippadiskó kór frá himnaríki. Hér er ólgandi soul fílingur í gangi.
» The Phenomenal Handclap Band - "Baby"

Svo er það huldukvendið og hnífstungan Karin Dreijer Anderson, eða Fever Ray. Magnað remix sem er frábært sándtrakk til að vera með í gangi þegar maður er að negla hlera fyrir gluggann.
» Fever Ray - "Seven" (Martyn's Seventh Mix)

Meira spúkí stöff. SALEM gera draugaleg vangalaög. Virkilega töff. Þetta er það sem Kölski hlustar á þegar hann er að binda niður trampólínið sitt.
» SALEM - "Frost"

Það eru engar stormviðvaranir í Svíþjóð, bara fullkomin popptónlist og múslí. Miike Snow er frábær hljómsveit sem eru að gefa út sína fyrstu plötu. Hér er remix eftir Crookers sem mælist að minnsta kosti 30 metrar á sekúndu.
» Miike Snow - "Animal" (Crookers remix)

Ummæli

Nafnlaus sagði…
lengi lifi breidholt!!!

Vinsælar færslur