Nýrnaþjófar
Ef það er eitt land sem er hin fullkomna andstæða við Ísland, þá hlýtur það að vera Brasilía.
Ég sá um daginn heimildarþátt um kjötkveðjuhátíðina í Ríó og í einu atriðinu voru ungir drengir að koma af trommuæfingu. Þeir komu við í matvöruverslun föður eins þeirra og guttarnir sýndu honum hvað þeir höfðu lært. Litlu drengirnir fóru að hamra út dansvænan takt á trommurnar sem héngu um hálsinn og það var einsog við manninn mælt: Allir í búðinni fóru að dansa trylltan rúmbu/salsa eðlunardans! Kúnnarnir hentu frá sér matarkörfunum og breyttust í sveitt, maðmalaus kyntröll. Konur rykktu brjóstum og rasskinnum framan í ókunnuga menn og allir fóru að káfa, hrópa og sambadansa um gólfið innan um morgunkornið svo að töflurnar fuku af dansfimum fótunum. Allt þetta um hábjartan dag, bara af því að þrír tíu ára strákar voru að tromma svolítið!
Hugsaðu þér bara ef allir í 10-11 í Austursræti færu bara að dansa ef JóJó mundi líta við með gítarinn. "WÚ! Partý! Koddu hérna ókunnuga gjaldkera-amma!" *mjaðmaskak*
Brasilískt stuð:
DJ Sandrino - 'Berimbau' mp3
Bonde Do Role - 'Funk da Esfiha' mp3
Bonde Do Role - 'Quero te Amar' mp3
? - 'Baile Funk Two' (Úr mixinu 'Piracy Funds Terrorism') mp3
CSS - 'Pretend We're Dead' (L7 cover) mp3
PS-
Halli llinkaði einhverntíman í þetta. Mega dúndursnilld.
Ummæli
Fljúgandi pulsur og brjóstahaldarar og alpahúfur!
Ísland er líka flott!!