fimmtudagur, ágúst 09, 2007

Tesla GirlsJói Kjartans er ofurljósmyndari og Siggi Eggerts er ofurhönnuður. Saman hafa þeir stofnað ofurhljómsveitina Tesla Girls.

Segir í fréttatilkynningu:
Tesla Girls var stofnuð í Hrísey 2003 af tveimur grafískum hönnuðum, sem voru orðnir þreyttir á að hanna cover og fóru að útsetja cover í staðinn. Nafnið Tesla Girls er dregið af lagi með Orchestral Manouevers in the Dark sem er í miklu uppáhald hjá þeim. Þeir hafa engan tónlistarlegan bakgrunn en njóta þess í staðinn að setja lög annarra í nýjan búning. En dropinn holar þó steininn og þeir vonast til að spila sitt eigið efni á Coachella hátíðinni árið 2009.

Ofurgott mál. Hér eru lög:

Tesla Girls - 'Flat Beat' (feat. Gísli) mp3
Tesla Girls - 'She's The One' mp3
Tesla Girls - 'Song 2' mp3

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

OMG I luv ur beats!

Keep dishing it, and I will keep comin back for more! Greets from South Africa

Bobby sagði...

Thanks! We will keep dishing it!