föstudagur, júlí 27, 2007

Brakandi tréThe Avett Brothers Eru tvímælalaust gæsahúðaruppgvötun mánaðarins. Æstir og gamaldags og fullir af ryki og leðurbeltum. Músíkin einsog blanda af amerísku hillbillí, spænskri mariachi tónlist og írskum drykkjusöngvum. Með skvettu af Violent Femmes. Ég er kræktur í krókanet þessara krækimanna. Manni langar einna helst að syngja draugasöngva við logandi eld á fjörunni. Lovitt.

The Avett Brothers - 'Matrimony' mp3
Handklappið í 'Matrimony' lætur mann vilja taka ofan, grípa í axlaböndin og dansa við dóttur fógetans.

The Avett Brothers - 'Go To Sleep' mp3

mánudagur, júlí 23, 2007

Mæ Öm-Barella

Söngkonan Rihanna var að slá breskt met sem Wet Wet Wet höfðu áður haldið með þvölum ballöðufingrum: Hún hefur verið á toppi breska vinsældarlistans í réttar tíu vikur. Þegar ég las þessar fréttir fannst mér tími til kominn að hlusta á þetta lag í fyrsta skipti, sem ég og gerði á myspacinu hennar núna rétt áðan. Þar sem ég hlusta hvorki á útvarp eða M- og PoppTV hef ég hingað til verið algerlega uppá öræfum með þetta lag, sem sjálfsagt gervöll heimsbyggðin er komin með sjúklegt leið á.

Lagið er með grípandi laglínu og þessi snotra dúlla er með nokkuð minnistæða rödd með mátulegu geitar-jóðli í lok hverrar línu. Ekkert spes, en ekkert hryllilegt heldur. Bítið er ekkert nema la-la módern Arrenbí. Það sem ég hef aðallega út á lagið að setja er að aulinn hann Jay-Z er í forgrunni. Ég fyrirlít þann gæja og alla þá sem kalla hann JayHova einsog hann sé einhver rímnajesú. Almáttugur, röddin hans er einsog eggvopn í eyrun á mér. Kóbraslanga vafin um ístaðið. Þessi hæfileikalausi trúður á smjörsýru hefur ekki gert gott lag síðan 'Ain't No Nigga' og það var árið 1996. Hananú.

Nú þegar ég hef komið þessu frá mér, vil ég koma mér að efni þessarar færslu: Leitin að sumarsmellinum 2007, sem ég tel að 'Umbrella' sé ekki.

Á hverju ári virðist koma út hiphop/RnB lag sem er svo fárálega vinsælt/grípandi að bókstaflega ALLIR geta verið sammála um ágæti þess. Ég man þegar 'Hey Ya' flóðbylgjan stóð sem hæst. Þá var mögulegt að yfirgefa Kaffibarinn þegar hippsterarnir hoppuðu uppá borð við "one-two-three!...", ganga niður Laugaveginn meðfram bíl fullum af Creed-krádi sem var að spila fyrsta erindið og koma svo inn á Prikið til að sjá skopparana syngja með viðlaginu. 100% nýting á hlustendahópnum. Meira að segja ÞÚ elskaðir það lag fyrstu tvær vikurnar.

Ég tel að þessi sumarsmellur sé ekki ennþá kominn í ár. 'Umbrella' er svo sannarlega nógu vinsælt, en það er ekki nógu grípandi fyrir alla hlustendahópana til að tileinka sér. Það vantar þetta "Heeeeeeeeyyjjjaaaaaaa" eða "Craaaaaaazzzaaaayyyy" til að öskra með bjórsletturnar á jakkanum.

Það hafa komið nokkrir kandidatar í ár, en bara of snemma. Til dæmis kom "My Love" með Justin Timberlake út í vetur og er því ekki keppnishæft. Við þurfum sumarsmell til að fullkomna bókhaldið gott fólk!

Allar uppástungur / lagfæringar á eftirfarandi lista eru vel þegnar.

2007:
'Umbrella' ??
2006:
Gnarls Barkley - 'Crazy'
2005:
Kanye West - 'Gold Digger'
2004:
Usher - 'Yeah' ??
2003:
Outkast - 'Hey Ya'
2002:
50 Cent - 'In Da Club'
2001:
'Bootylicious' með Destiny's Child??
2000:
Hugmyndir?

Auðvitað eru örlög hiphop sumarsmellsins að vera fyrirlitinn og hataður um alla eilífð þegar við höfum heyrt hann sjötíu sinnum of oft. Mín spurning er þá öllu heldur þessi:

Hvaða lag sem kemur út í sumar verðskuldar sameiginlegt hatur okkar allra í haust?

laugardagur, júlí 21, 2007

Óþögul HöfuðTalking Heads eru besta band ever og það er heilagur sannleikur. Hér eru linkar á jútúp myndbönd af tónleikum David Byrne og félaga í Róm 1980. Official tónleikamyndin þeirra, Stop Making Sense er alveg æðisgengið listaverk og fín sönnun um snilli Talking Heads á sviði, en mér finnst frammistaða þeirra í Róm vera mun hressari og spontant. Þetta er stormandi sjóv sem vekur fólk dansandi upp frá dauðum og skilur hermikrákur einsog The Rapture eftir í rykskýi.

Hér eru mín allra uppáhalds:
Psycho Killer, Life During Wartime og The Great Curve.

fimmtudagur, júlí 19, 2007

Arthur RussellArthur Russell var sellóleikari og tónskáld, dó árið 1992 úr eyðni aðeins 40 ára gamall og lét eftir sig 1000 snældur af óútgefnu efni. Lesið meira um hann hér. Magnað stöff.


Arthur Russell - 'This is how we walk on the moon' mp3

Arthur Russell - 'Get around to it' mp3

fimmtudagur, júlí 12, 2007

D. Charles Speer


Töffari frá New york, þetta lag er tekið af plötunni some forgotten country, sem kom út seinasta vor. Ég mæli með að hlusta á fleiri lög á myspace og þar getið þið einnig keypt plötuna.

D. Charles Speer - 'Furze' mp3

miðvikudagur, júlí 11, 2007

SpileríBobby Smooth og Kokomo spila fágaða dansmúsík og snekkjurokk á Barnum í kvöld. Rólegheitin byrja kl. 22.

Meira en fótboltiCansei De Ser Sexy Er hópur fríðra Brasilíukvenna og einn gaur með yfirvaraskegg. Þau gáfu út hið geggjaða lag 'Let's Make Love and Listen to Death From Above' í fyrra eða hittífyrra. Núna er allt morandi í remixum af því lagi og hér eru tvö sem ég er að fíla þessa dagana:

CSS - 'Let's Make Love and Listen to Death From Above' (Streetlife rmx) mp3
Hér er notast við 'Wordy Rappinghood' með Tom Tom Club.

CSS - 'Let's Make Love and Listen to Death From Above' (Calvin Harris rmx) mp3

Þessi Calvin Harris er að gera allt vitlaust. Hann gaf út plötuna 'I Created Disco' um daginn og hér er lag af henni:
Calvin Harris - 'Colours' mp3

föstudagur, júlí 06, 2007

YeasayerLagið 2080 eftir yeasayer sem koma frá brooklyn, fer einsog eldur um sinu í bloggheiminum. Debut platan þeirra kemur út í haust og er þeim líkt við Roxy music, peter Gabriel, Fleetwood Mac og ég veit ekki hvað og hvað. Eighties soft rock fílingur í þessu bandi and I like it.

Yeasayer - '2080' mp3

Yeasayer - 'Final path' mp3

NæturbröltChromatics frá Portland eru fyrir löngu orðin uppáhalds nýja hljómsveitin mín, enda hef ég verið að pósta lögum með þeim villt og galið á þessu bloggi. Þetta kómadiskó sem þau spila rennur svo ljúflega inn um lendar mér að ég bara á ekki til orð. Þau eru sögð Italo endurvekjendur en ég tel þetta miklu frekar síðpönk. Þau eiga meira skylt með PiL og Talking Heads á Eno tímabilinu heldur en La Bionda og Moroder.

Á Myspacinu má dánlóda öllu stöffinu þeirra, sem mér þykir ótrúleg gjafmildi í ljósi þess hve lögin hafa öll mikið hit-potential. Ég mæli sérstaklega með 'In The City' og 'Dark Day', demó sem seinna varð 'Hands In The Dark'.

En njótið nú:

Chromatics - 'Night Drive' mp3

fimmtudagur, júlí 05, 2007

THE ONE MAN BEATLES


Emitt Rhodes fæddist árið 1950 í Californiu, gerði sína fyrstu plötu tvítugur í bílskúrnum hjá foreldrum sínum, samdi, söng, spilaði á öll hljóðfærin sjálfur, gerði 4 plötur og hætti árið 1973 vegna lagalegs ágreinings við plötufyrirtækið en vinnur nú sem takka kall í einhverju stúdíói.
Ótrúlegt hvað hann hljómar alveg einsog Paul Mcartney. Tjékk it!

Emitt Rhodes - 'Somebody made for me' mp3

miðvikudagur, júlí 04, 2007

Keðjan óslitna

Þeir sem eru óeðlilega glöggir hafa vafalítið tekið eftir tveimur nýjum linkum undir "Íslensk mp3 blogg". Þetta eru hress og fersk blogg sem ég mæli með að allir fylgist með.

Topp Fimm á Föstudegi er hópur af krökkum í indífíling. Moskow Diskow er alveg spánýtt og (einsog nafnið bendir til) meira í ítaló/diskó fílinginum.

Svo er það auðvitað skylda ykkar að RSSa öllum hinum íslensku músíkbloggurunum sem við linkum í.

Ertu með ábendingu á íslensku bloggi sem við höfum ekki enn séð, vegfarandi góður? gefð'okkur í kommentin.

mánudagur, júlí 02, 2007

gras-traðkÁ hverju ári þegar sumarið dettur inn, tilkynni ég að ríkjandi stefnur í tónlist séu dauðar og að fortíðin sé framtíðin.

Amk fæ ég alltaf ullarfiðring í beinin mín í sólinni og langar helst að flytja í kommúnu úti í einhverju gili í Kaliforníu.

Sitja á pallinum með gömlum hundi og spila á kassagítar. Allir grípa sér eitthvað til að berja á með skeið. Sólin sest, heimabrugg er drukkið og svo er vangað alla nóttina undir gasluktinni.

Ég er farinn út í garð.

Quicksilver Messenger Service - 'Too Far' mp3

Fairport Convention - 'Come All Ye' mp3

Country Joe & The Fish - 'Silver and Gold' mp3

Vélmannainnrás

Ég var að horfa á Electroma, fyrstu leiknu kvikmyndina eftir Daft Punk (Trailer). Myndin segir frá tveimur vélmennum sem halda í ferðalag til að verða mennsk. Alveg einsog Gosi, nema með tekknóvélmennum í S&M leðurbúningum eftir Hedi Slimane.

Þetta er ekki 'kvikmynd' í þeim skilningi, heldur frekar listrænt sjónarspil, þar sem hver sena er í raun tónlistarmyndband. Ég var amk alveg dolfallinn yfir nokkrum köflum í myndinni. Hún kemur út á DVD seinna á árinu, en óprúttnir ættu að geta reddað sér annars staðar þangað til.

Hér er atriði úr myndinni, með stórgóðu lagi eftir Todd Rundgren:Bónus:
Hér eru róbótarnir að spila á einhverri breskri tónlistarhátíð um helgina. Hvenær í ósköpunum á að flytja þetta show inn?! Plís?