Brakandi tréThe Avett Brothers Eru tvímælalaust gæsahúðaruppgvötun mánaðarins. Æstir og gamaldags og fullir af ryki og leðurbeltum. Músíkin einsog blanda af amerísku hillbillí, spænskri mariachi tónlist og írskum drykkjusöngvum. Með skvettu af Violent Femmes. Ég er kræktur í krókanet þessara krækimanna. Manni langar einna helst að syngja draugasöngva við logandi eld á fjörunni. Lovitt.

The Avett Brothers - 'Matrimony' mp3
Handklappið í 'Matrimony' lætur mann vilja taka ofan, grípa í axlaböndin og dansa við dóttur fógetans.

The Avett Brothers - 'Go To Sleep' mp3

Ummæli

Laufey sagði…
vá vá gæsahúð gæsahúð geðveikt! matrimony er súper!!!!
Viggi sagði…
Þetta er alveg virkilega gott stöff!

Takk fyrir mig!
Bobby sagði…
Njótið vel kútarnir mínir.

Vinsælar færslur