NæturbröltChromatics frá Portland eru fyrir löngu orðin uppáhalds nýja hljómsveitin mín, enda hef ég verið að pósta lögum með þeim villt og galið á þessu bloggi. Þetta kómadiskó sem þau spila rennur svo ljúflega inn um lendar mér að ég bara á ekki til orð. Þau eru sögð Italo endurvekjendur en ég tel þetta miklu frekar síðpönk. Þau eiga meira skylt með PiL og Talking Heads á Eno tímabilinu heldur en La Bionda og Moroder.

Á Myspacinu má dánlóda öllu stöffinu þeirra, sem mér þykir ótrúleg gjafmildi í ljósi þess hve lögin hafa öll mikið hit-potential. Ég mæli sérstaklega með 'In The City' og 'Dark Day', demó sem seinna varð 'Hands In The Dark'.

En njótið nú:

Chromatics - 'Night Drive' mp3

Ummæli

Vinsælar færslur