Vélmannainnrás
Ég var að horfa á Electroma, fyrstu leiknu kvikmyndina eftir Daft Punk (Trailer). Myndin segir frá tveimur vélmennum sem halda í ferðalag til að verða mennsk. Alveg einsog Gosi, nema með tekknóvélmennum í S&M leðurbúningum eftir Hedi Slimane.
Þetta er ekki 'kvikmynd' í þeim skilningi, heldur frekar listrænt sjónarspil, þar sem hver sena er í raun tónlistarmyndband. Ég var amk alveg dolfallinn yfir nokkrum köflum í myndinni. Hún kemur út á DVD seinna á árinu, en óprúttnir ættu að geta reddað sér annars staðar þangað til.
Hér er atriði úr myndinni, með stórgóðu lagi eftir Todd Rundgren:
Bónus:
Hér eru róbótarnir að spila á einhverri breskri tónlistarhátíð um helgina. Hvenær í ósköpunum á að flytja þetta show inn?! Plís?
Þetta er ekki 'kvikmynd' í þeim skilningi, heldur frekar listrænt sjónarspil, þar sem hver sena er í raun tónlistarmyndband. Ég var amk alveg dolfallinn yfir nokkrum köflum í myndinni. Hún kemur út á DVD seinna á árinu, en óprúttnir ættu að geta reddað sér annars staðar þangað til.
Hér er atriði úr myndinni, með stórgóðu lagi eftir Todd Rundgren:
Bónus:
Hér eru róbótarnir að spila á einhverri breskri tónlistarhátíð um helgina. Hvenær í ósköpunum á að flytja þetta show inn?! Plís?
Ummæli
Laugradalshöllin væri því alltof lítil og enginn tónleikahaldari þorir að fara með þetta í Egilshöllina...
Þetta heyrði ég allavega hjá mönnum innan geirans en ég sel það svosem ekki dýrara en ég keypti það...