Vélmannainnrás

Ég var að horfa á Electroma, fyrstu leiknu kvikmyndina eftir Daft Punk (Trailer). Myndin segir frá tveimur vélmennum sem halda í ferðalag til að verða mennsk. Alveg einsog Gosi, nema með tekknóvélmennum í S&M leðurbúningum eftir Hedi Slimane.

Þetta er ekki 'kvikmynd' í þeim skilningi, heldur frekar listrænt sjónarspil, þar sem hver sena er í raun tónlistarmyndband. Ég var amk alveg dolfallinn yfir nokkrum köflum í myndinni. Hún kemur út á DVD seinna á árinu, en óprúttnir ættu að geta reddað sér annars staðar þangað til.

Hér er atriði úr myndinni, með stórgóðu lagi eftir Todd Rundgren:Bónus:
Hér eru róbótarnir að spila á einhverri breskri tónlistarhátíð um helgina. Hvenær í ósköpunum á að flytja þetta show inn?! Plís?

Ummæli

Laufey sagði…
vá þetta er bara geðveiki í kúlness shiiiiiit svo flottt!!
Bobby sagði…
Jámar! Má ég fá einn af þessum hjálmum?
Steinþór sagði…
Sjóvið þeirra er víst of dýrt fyrir Ísland. Þeir heimta alltaf að fá að taka með sér þetta ferlíki sem sviðið þeirra er og kostnaður vegna þess er gígantískur...

Laugradalshöllin væri því alltof lítil og enginn tónleikahaldari þorir að fara með þetta í Egilshöllina...

Þetta heyrði ég allavega hjá mönnum innan geirans en ég sel það svosem ekki dýrara en ég keypti það...
Bobby sagði…
OK ég kaupi það. Gott og vel. En ég skora þá á tónleikahaldara Íslands að senda mig til útlanda að sjá þá í staðinn.

Vinsælar færslur