gras-traðkÁ hverju ári þegar sumarið dettur inn, tilkynni ég að ríkjandi stefnur í tónlist séu dauðar og að fortíðin sé framtíðin.

Amk fæ ég alltaf ullarfiðring í beinin mín í sólinni og langar helst að flytja í kommúnu úti í einhverju gili í Kaliforníu.

Sitja á pallinum með gömlum hundi og spila á kassagítar. Allir grípa sér eitthvað til að berja á með skeið. Sólin sest, heimabrugg er drukkið og svo er vangað alla nóttina undir gasluktinni.

Ég er farinn út í garð.

Quicksilver Messenger Service - 'Too Far' mp3

Fairport Convention - 'Come All Ye' mp3

Country Joe & The Fish - 'Silver and Gold' mp3

Ummæli

Vinsælar færslur