Emo, Fangelsi og Flotmúr

OK ég veit að ég er búinn að pósta soldið mikið af gítardrifnu indírokki undanfarið. Ég vil bæta upp fyrir það með gítardrifinni indíballöðu. Swan Lake er nýja hliðarverkefnið hans Spencer Krug í Wolf Parade sem kemur einmitt á Airwaves í október. Þetta er voða dramatískt stöff og ætti að vera fínt sándtrakk þegar emo krakkarnir grenja í myrkrinu.
Swan Lake - 'All Fires' mp3


Einsog Svenni sagði svo réttilega við mig um daginn, skítt með Bítlana og Beach Boys. Besta popphljómsveit sjöunda áratugarins var tvímælalaust The Zombies. Þetta er lag af meistaraverki þeirra, Odessey and Oracle og er eitt af þeim betri sem Uppvakningarnir settu saman. Hvaða annað band gæti gert svona fallegt lag um gæja sem er að losna úr fangelsi?
The Zombies - 'Care of Cell 44' mp3


Og að lokum, eitt dansvænt. Þetta er tileinkað nýja gólfinu á Sirkus.
Kids on TV - 'Break Dance Hunx' mp3

Ummæli

Vinsælar færslur