Föstudagsslagarinn XVII

Við erum að ljúka síðustu smáverkunum áður en við lokum skrifstofum Skrúðgöngunnar fyrir Verslunarmannahelgina. Helginni munum við Svenni eyða í litla kotinu okkar í Gíbraltar þar sem Steven Stills og Herbie Hancock ætla að mæta og vera með okkur í massífum kassagítar/hljóðgerfla bræðing.
En handa ykkur, lag:
Slagsmålsklubben - 'KKKKK Come On!' mp3
Ég garantera það: Ef þið spilið svona mússík fyrir utan tjaldið á einni útihátíðinni, þá munu tröllvaxnir landsbyggðartruntar í lopapeysu og appelsínugulum pollagalla lemja ykkur í spað svo að iðrin liggja úti.
Skál í smjörsýru.
Ummæli