Skilningur
Ég var næstum búinn að gefast upp á Sufjan Stevens. Ég var búinn að lesa ofsalega mikið af fínum hlutum um hann, en það litla sem ég var búinn að hlusta náði ekki til mín. Ég hélt samt einu lagi með honum inná playlista sem ég hlustaði ofsalega oft á, svona til að gefa honum einn loka sjens. Eftir nokkrar áhlustanir fór ég að detta inn í lagið, og í svona tíunda skipti sem ég hlustaði á það datt textinn loks í gegn. Þetta lag segir svo ótrúlega mikið í svo rosalega fáum orðum. Það gerir mig nánast jafn tárvotan og uppgötvunin að ég hafi gleymt að kaupa miða á tónleikana með honum, áður en það varð uppselt.
>Sufjan Stevens - Casimir Pulaski Day mp3
Mér finnst alltaf magnað að hlusta á músík sem er á tungumáli sem ég skil ekki. Ég er viss um að Manu Chao væri t.d. ekki nærrum því jafn skemmtilegur og hann er ef ég vissi hversu vitlausir textarnir hans eru. Mér finnst líka enskumælandi lögin hans ekkert svo skemmtileg.
Það er líka extra gaman að hlusta á Serge Gainsbourg. Maður veit ekkert hvað hann er að meina en maður einhvernveginn sensar alltaf svo sterkt tilfinninguna í laginu. Yfirleitt er tilfinningin líka voðalega dónaleg. Lagið sem hér um ræðir var á safndisk sem ég keypti þegar ég tók eitthvað svakalega franskt skeið í tónlist þegar ég var svona nítján. Ég var svosem alltaf búinn að vita af þessum gaur, en svo fékk ég dellu fyrir MC Solaar og í kjölfarið fór ég og tékkaði á tónlistarmanninum sem hann var að sampla. Tilfinningin í laginu er rosa einstök. Þetta lag er á einhvern fáránlegann hátt geðveikt sorglegt en samt líka geðveikt bjartsýnt, og stemmningin sem lagið myndar þegar maður gískar í eyðurnar gerir lagið örugglega betra en ef ég myndi aktuelt skilja hvað hann er að segja. Sem er eflaust bara eitthvað klúrt.
>Serge Gainsbourg - Je suis venu te dire que je m'en vais mp3
>Sufjan Stevens - Casimir Pulaski Day mp3
Mér finnst alltaf magnað að hlusta á músík sem er á tungumáli sem ég skil ekki. Ég er viss um að Manu Chao væri t.d. ekki nærrum því jafn skemmtilegur og hann er ef ég vissi hversu vitlausir textarnir hans eru. Mér finnst líka enskumælandi lögin hans ekkert svo skemmtileg.
Það er líka extra gaman að hlusta á Serge Gainsbourg. Maður veit ekkert hvað hann er að meina en maður einhvernveginn sensar alltaf svo sterkt tilfinninguna í laginu. Yfirleitt er tilfinningin líka voðalega dónaleg. Lagið sem hér um ræðir var á safndisk sem ég keypti þegar ég tók eitthvað svakalega franskt skeið í tónlist þegar ég var svona nítján. Ég var svosem alltaf búinn að vita af þessum gaur, en svo fékk ég dellu fyrir MC Solaar og í kjölfarið fór ég og tékkaði á tónlistarmanninum sem hann var að sampla. Tilfinningin í laginu er rosa einstök. Þetta lag er á einhvern fáránlegann hátt geðveikt sorglegt en samt líka geðveikt bjartsýnt, og stemmningin sem lagið myndar þegar maður gískar í eyðurnar gerir lagið örugglega betra en ef ég myndi aktuelt skilja hvað hann er að segja. Sem er eflaust bara eitthvað klúrt.
>Serge Gainsbourg - Je suis venu te dire que je m'en vais mp3
Ummæli
Eignaðist 3xCD boxset með gamla graða einhverntímann 2001 (áður en frelsið tortímdist) sem er stórkostlegt. Ferlinum skipt í þrjá kafla: djass, tilfinningar, og svo rokk/popp/kreólastuð/reggí tímabilið, sem er að mínu mati það al-leiðinlegasta. En einmitt í miðjunni í safninu fann ég lagið mitt aftur. Ó minningar. Ó gamli graði.
(Er þetta ekki á iPodinum þínum?)