Airwaves #1 / Föstudagsslagari

Í aðdragandanum að tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves ætlum við að taka fyrir flest erlendu böndin sem koma og spila á hátíðinni, og kannski nokkur íslensk. Við erum búnir að þróa sérstakt táknmyndakerfi sem mun einfalda neytendum til muna að skilja tónlistina sem við fjöllum um á fljótari hátt en áður var mögulegt. Við byrjum á hressri föstudagsmúsík.

Walter Meego
Á NASA á laugardagskvöldinu, kl. 21.30

Ekki dæma bókina eftir blekkjandi hljómsveitarnafninu. Björn Þór hélt, út frá nafninu, að hér væri einhver afnári Sufjan Stevens og Ben Kweller á ferðinni. Ef Sufjan Stevens væri í Hot Chip... Einu sinni vorum við Björn Þór að skrifa rosalega margar tónlistarumfjallanir fyrir hið skammlífa tímarit VAMM, og ef ég fengi hundraðkall fyrir hvert skipti sem ég notaði klisjuna "Ef X og Y eignuðust barn" eða póstmóderniskann útúrsnúning á því, og ef sú klysja eignaðist barn með Ben Kweller... þið fattið vonandi.

Walter Meego er allavega 21. aldar lopahúfusoul, ekkert svo langt frá Hot Chip eða Ratatat. Við erum að fíla fletta.

» Walter Meego - Weekday
» Walter Meego - Romantic
» Walter Meego - Keyhole

» Walter Meego á Icelandairwaves.com

Ummæli

Vinsælar færslur