Föstudagsslagarinn XX

Árni Plúseinn er merkilegur gaur. Fyrir utan að vera meðlimur í Hairdoctor, FM Belfast, Gusgus og svona 25 öðrum hljómsveitum, gefur hann sér líka tíma til að gera tónlist á eigin spýtum.
Nýjasti afrakstur hans er argandi danssmellur, sem er eitthvað farinn að hljóma á sóðalegri diskótekum bæjarins, og á eflaust eftir að verða svakalegur smellur hjá þeim sem fíla að dansa við skemmtilega tónlist.

Plúseinn - Zurich mp3

Bónuslag:

Plúseinn og undirritaður gera jólateknó:
Terrordisco Plúseinn - Jólasnjór mp3

Ummæli

Vinsælar færslur