Finnum þessa skötu


Við erum loksins komnir með nýju Rapture plötuna, 'Pieces of the People We Love' í hendurnar og hún er alveg fantafín. Þó það sé enginn slagari sem grípur mann eins mikið og 'House of Jealous Lovers' af fyrra albúminu þá eru þrjú lög sem standa uppúr. Tvö þeirra hafa verið í mikill spilun hjá mér síðustu mánuði ('Get Myself Into It' og 'Whoo! Alright-Yeah...Uh Huh' (áður þekkt sem 'W.A.Y.U.H')) en það þriðja er þetta hér:
The Rapture - 'The Devil' mp3

OK, ég held að þetta sé orðið ágætt af The Rapture í bili (þangað til remixin detta inn).

Mér hefur fundist þetta næsta lag æðislegt síðan ég heyrði það fyrst í Boogie Nights hér um árið. Ég vil alltaf hlaupa út í gleðikasti og hoppa í nýslegnu grasi þegar ég heyri það.
Apollo 100 - 'Joy' mp3

Og að lokum, lítið band sem er að gera breskar indípíur vitlausar. Þetta eru kornungir horaðir drengir í þröngum buxum með hárið útí loftið. Þeir gera líka dúndurmússikk.
The Horrors - 'Count in Fives' mp3

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Shittt hvað The Horrors eru sætir, var að finna þá á myspace, og lagið er líka geðveikt skemmtilegt.

Vinsælar færslur