Gersermar af vínyl

Afmælisvika B-Town Hitparade
Gestafærsla 2: Árni Kristjánsson




Ég er búinn að vera að syrgja vínylinn mikið uppá síðkastið. Það verður erfiðara og erfiðara að kaupa hann hér á landi og svo virðist vera að fleiri og fleiri plötusnúðar eru að snúa sér að stafrænum lausnum í stað þess að þeita skífum og vera kúl. Í ljósi þessa þá eru hér 3 lög, rippuð af vínyl af yours truly, í tilefni af afmæli Breiðholtsins.




Söngflokkur Eiríks Árna - 'Stysta leið til Stokkseyrar' mp3
Sjaldan hefur Burt Bacharach verið jafn skemmtilega verið yfirfærður á íslensku og einmitt í þessari útfærslu sem er frá 1976. Þetta kom út á Júdas plötuútgáfunni úr Keflavík. Margir komu að þessari plötu en í söngflokknum voru 23 manns og einvalalið hljóðfæraleikara fluttu undirspilið. Besti eiginleiki þessa lags er klárlega sú staðreynd aðalsöngvarinn hljómar alveg eins og Þorsteinn Guðmundsson sem getur ekki verið annað en gott.


Izanami

Izanami - 'Sol feat. Soil & "PIMP" Horns' mp3
Izanami er japanskt "nu-jazz" band sem hefur notið nokkurra vinsælda í þeim geira þar í landi. Á annarri plötu sveitarinnar tóku blásarar hljómsveitarinnar Soil & "PIMP" Sessions þátt í tveimur stuttum lagstúfum og báru þeir titlana Sol Part 1 & 2. Lagið í fullri lengd er bara hægt að finna á 7" sem að sveitin gaf út í takmörkuðu upplagi. Eftir mikla leit fann ég eintak á Yahoo! Auctions Japan sem ég lét kaupa og senda mér. Hress "nu-jazz" slagari.


dubplaaate

Í Svörtum Fötum - 'Tímabil (VIP Dub)' mp3
Nú þegar að dubstep senan er að tröllríða öllu í Bretlandi hlaut að koma að því að það myndu einhverjir á Íslandi stökkva á þann "bandwagon". Þetta rímix af þekktu lagi strákanna í Í Svörtum Fötum kom út í seinasta mánuði á dubplate og hefur verið að fara manna á milli enda heitt lag hér á ferð. Dubstep-goðið Skream fer ekki langt frá eikinni þegar hann segir að þetta lag sé "The cream cheese of the Arctic" en það var haft eftir honum í seinasta tölublaði NME. Stutt en sturlað.

Ummæli

krilli sagði…
+1 fyrir EFFORT
tsakk tsakk
Eleventwelve sagði…
Thanks you for the 'Izanami'!!!

Peace & Soul

Vinsælar færslur