Tenderoni



Ég er gjörsamlega að tapa mér yfir nýju plötunni frá Chromeo. Hún heitir 'Fancy Footwork' og er svo sveitt, svo sexý og í buxum úr svo þröngu gerfiefni að það nær ekki nokkurri átt. Arabinn og gyðingurinn eru meira "authentic eitís" en Jan Hammer og Marty McFly í kókaínpartý heima hjá Gordon Gekko.

Ef þú ert með á nótunum og átt árskort í ljósum og ert með Polaroid af Mazda RX7 í vasanum, þá ertu þegar búin/n að heyra titillag plötunnar og 'Tenderoni' sem hafa verið að fljóta um netið (m.a. á þessu bloggi). En hér eru tvö önnur stórmerkileg dæmi.

Ég nenni ekki einu sinni að skrifa lengur, ég er farinn að bera leðurfeiti á ermarnar á jakkanum mínum.

Chromeo - '100%' mp3
Chromeo - 'Outta Sight' mp3

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Hóli mólí tenderóní!

Þetta er magnað. 'Fjüd-fjüüü'-ið í 'Outta Sight' var mjög fínt.

(psst. 100% linkurinn er 0%)
Bobby Breidholt sagði…
Sýnist linkur vera í lagi núna.
Nafnlaus sagði…
Fæ "Bad Request (Invalid URL)" á '100%'. Spurning um að taka prósentumerkið út úr umferð. Það held ég.
Bobby Breidholt sagði…
Fixað, og vona ég í hinsta sinn! Now let's dance!
Sveinbjorn sagði…
Sjitt. Ég fór að hoppa í sætinu mínu þegar saxafónsólóið kom. Nýja uppáhalds lagið mitt!
Bobby Breidholt sagði…
Erþaggi! Ég hugsaði sko til Svenna míns þegar þetta smúth sax-appeal kom inn.
krilli sagði…
Hau, rafmagnsgitarkafli sem er worth it. Allt er nu til.

Vinsælar færslur