Iceland Airwaves CD - Exclusive!

Stærsti viðburður hvers árs gerist í október og er það að sjálfsögðu afmælið mitt, þann þrítugasta. En fyrir þau tímamót er haldið lítið undirbúnings/upphitunarpartý sem er kallað Iceland Airwaves.Ég vona að þið hafið öll nennt að kaupa ykkur miða á september-verðinu (7.900), því bráðum verður armbandið tjakkað í 8.500 kall. You snooze, you lose. En auðvitað er þetta ekki nokkurt verð, enda fær maður aðgang að meira en 200 tónleikum fyrir þann pening. Það eru ekki nema rúmar 40 krónur per tónleika. Lineuppið hefur sjaldan verið eins ofsafengið og þá fer vitanlega mest fyrir fulltrúum þessa bloggs, þínum einlægum og Svenna. Komið og öskrið á okkur óskalagið ykkar. Við elskum þannig.

En mér var að berast tracklistið á official soundtracki hátíðarinnar og ég verð að segja að þetta verður skyldueign í sólskyggnis-diskahaldaranum í bílnum:

1. Of Monteal -Suffer For Fashion
2. Motion Boys -Waiting To Happen
3. Bloc Party -Hunting For Witches
4. Ra Ra Riot - Each Year
5. Múm - Dancing Behind My Eyelids
6. Ultra Mega Teknóbandið Stefán - Story Of A Star
7. FM Belfast - Synthia
8. Trentmöller - Moan
9. Chromeo - Fancy Footwork
10. GusGus - Moss
11. !!! - Heart Of Hearts
12. Bonde Do Role - Solta O Franco
13. Hjaltalín - Margt að ugga
14. Sprengjuhöllin - Worry Till Spring
15. Buck 65 - 1957
16. Seabear - Arms
17. Loney Dear - Saturday Waits
18. Late Of The Pier - Bathroom Gurgle
19. Retro Stefson - Medallion
20. Deerhoof - The Perfect Me
21. Skátar - Þar sem heimskan er í hávegum höfð
22. Dikta - Breaking The Waves

Kvikindið ætti að detta í búðir þann fimmta þessa mánaðar, þannig að allir í kurteisa röð með veskið á lofti, takk.

Hér er eitt lag með bresku poppurunum Late Of The Pier, sem ég er einkar spenntur fyrir að sjá. Smart syntharokk í anda Gary Numan.
Late Of The Pier - 'Space and the Woods' mp3

Hverju eruð þið spennt fyrir?

Ummæli

Nafnlaus sagði…
have no idea what you are saying but thanks for the late of pier mp3 dude
Laufey sagði…
eg hlakka til að sjá grizzly bear,ms john soda,chromeo,buck 65,jenny wilson svo eitthvað sé nefnt, svo er svo mikið af góðum íslenskum böndum,þannig ætli maður verði ekki mjög duglegur að na þeim líka
Arnór sagði…
ég ætlaði t.d. að sjá !!! og bloc party og chromeo en þar sem þær eru allar að spila á sama tíma verður það !!!. bonde do role hljómar líka alveg ógeðslega vel.
Bobby sagði…
Jámm, Bonde do Role verður gaman að sjá, annars tel ég að óvæntu smellir hátíðarinnar verði Of Montreal og Late of the Pier.

Vinsælar færslur