Weirdom
Silver Apples var mikil brautryðjendasveit í sixtís og gaf út tvær plötur af brjáluðu prótó-elektró. Auðvitað var þetta stöff alltof mörgum ljósárum á undan sinni samtíð og hipparnir, sem vildu bara Tiny Tim og Ravi Shankar, flúðu í óttaslegnu ofboði frá plötubúðunum.
Silver Apples voru Danny Taylor sem spilaði á trommur og Simeon Coxe sem söng og spilaði á "nine audio oscillators piled on top of each other and eighty-six manual controls to control lead, rhythm and bass pulses with hands, feet and elbows". Hananú.
Þótt þeir hafi bara selt svona þrjár plötur þá má engu að síður glögglega sjá áhrif þeirra hjá fullt af böndum. Allt frá Krautrokkurum einsog Can og Throbbing Gristle í seventís, til tilraunaliðs einsog Sonic Youth í eitís og hjá lúðum einsog Hot Chip og LCD Soundsystem í dag.
Þeir fóru svo loksins að selja eitthvað af plötum í næntís þegar þeir voru enduruppvötaðir og stöffið þeirra var gefið út á CD. En svo lenti greyið Simeon í því að brjóta á sér bakið þegar túr-rútan þeirra valt. Seinna dó Taylor og núna er bandið í hálfgerðu limbói.
Þangað til Simeon hoppar úr endurhæfingu og trallar á græjurnar sínar verðum við bara að skoða gamla stöffið. Þessi dæmi eru bæði af 2. plötunni, "Contact".
Silver Apples - 'Lovefingers' mp3
Silver Apples - 'Oscillations' mp3
UPPDEIT
Jújú, hér er hann hress að spila í NY fyrir nokkrum vikum síðan.
Silver Apples voru Danny Taylor sem spilaði á trommur og Simeon Coxe sem söng og spilaði á "nine audio oscillators piled on top of each other and eighty-six manual controls to control lead, rhythm and bass pulses with hands, feet and elbows". Hananú.
Þótt þeir hafi bara selt svona þrjár plötur þá má engu að síður glögglega sjá áhrif þeirra hjá fullt af böndum. Allt frá Krautrokkurum einsog Can og Throbbing Gristle í seventís, til tilraunaliðs einsog Sonic Youth í eitís og hjá lúðum einsog Hot Chip og LCD Soundsystem í dag.
Þeir fóru svo loksins að selja eitthvað af plötum í næntís þegar þeir voru enduruppvötaðir og stöffið þeirra var gefið út á CD. En svo lenti greyið Simeon í því að brjóta á sér bakið þegar túr-rútan þeirra valt. Seinna dó Taylor og núna er bandið í hálfgerðu limbói.
Þangað til Simeon hoppar úr endurhæfingu og trallar á græjurnar sínar verðum við bara að skoða gamla stöffið. Þessi dæmi eru bæði af 2. plötunni, "Contact".
Silver Apples - 'Lovefingers' mp3
Silver Apples - 'Oscillations' mp3
UPPDEIT
Jújú, hér er hann hress að spila í NY fyrir nokkrum vikum síðan.
Ummæli