Loftöldur
Ég er orðinn alveg grænn af Airwaves veiki og verð bara feginn þegar þetta er búið. Held að ég parkeri mér bara á Gaukinn í kvöld og horfi á Steed Lord, Bonde do Role, Chromeo og FM Belfast. Ekki amalegt lineup.
Það sem hefur staðið uppúr hingað til er hin algerlega óþekkta hljómsveit The Ghost frá Færeyjum. Ég, Terrordisco, Earl Mondeyano og Plúseinn (ofsa er gaman að þekkja fólk með svona litrík nöfn) vorum að lufsast á efri hæðinni á Barnum ásamt svona 35 manns sem höfðu villst þarna inn því röðin á Of Montreal var of löng. Þessir tveir drengir rifu upp þvílíkan stemmara að þetta hálf-herbergisfylli var farið að dansa og öskra textann á lögum sem það hafði aldrei heyrt áður. Þvílíkur sjarmi, presens og framkoma! Húrra fyrir þessum vofum!
En að bandi sem ég vildi óska að væri á Airwaves.
Glass Candy!
Þessir góðvinir bloggsins eru alltaf að gera æðisgengna hluti og ég legg fram eftirfarandi sönnunargögn, sem þau voru að setja á mæspeisið sitt:
Glass Candy - 'Beatific' mp3
Glass Candy - 'Life After Sundown' (instrumental) mp3
Well, það er alltaf næsta ár.
Það sem hefur staðið uppúr hingað til er hin algerlega óþekkta hljómsveit The Ghost frá Færeyjum. Ég, Terrordisco, Earl Mondeyano og Plúseinn (ofsa er gaman að þekkja fólk með svona litrík nöfn) vorum að lufsast á efri hæðinni á Barnum ásamt svona 35 manns sem höfðu villst þarna inn því röðin á Of Montreal var of löng. Þessir tveir drengir rifu upp þvílíkan stemmara að þetta hálf-herbergisfylli var farið að dansa og öskra textann á lögum sem það hafði aldrei heyrt áður. Þvílíkur sjarmi, presens og framkoma! Húrra fyrir þessum vofum!
En að bandi sem ég vildi óska að væri á Airwaves.
Glass Candy!
Þessir góðvinir bloggsins eru alltaf að gera æðisgengna hluti og ég legg fram eftirfarandi sönnunargögn, sem þau voru að setja á mæspeisið sitt:
Glass Candy - 'Beatific' mp3
Glass Candy - 'Life After Sundown' (instrumental) mp3
Well, það er alltaf næsta ár.
Ummæli